6.12.2013 23:30

Föstudagur 06. 12. 13


Nú er samtal mitt við Svein Einarsson um nýja bók hans Kamban komið á netið og má sjá það hér.

Ég hef nefnt hér á síðunni að erfitt sé að fá upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum. Mér var bent á  þessa síðu
Upplýsingarnar eru ekki allar auðskiljanlegar. Þær sýna hins vegar að ekki er unnt að segja að leynd hvíli yfir innra starfi grunnskólanna. Ég tel að birta eigi þessar upplýsingar á þann veg að sveitarstjórnarmenn og foreldrar átti sig á því sem í þeim felst. Af mörgu sem ber að gera til að styrkja grunnskólann og efla kunnáttu nemenda er að gera skólamál að stórmáli í komandi sveitarstjórnakosningum.