23.11.2013 23:55

Laugardagur 24. 11. 13

Nú er viðtal mitt við Vigdísi Grímsdóttur rithöfund á ÍNN komið á netið og má sjá það hér.

Í kvöld sáum við Carmen í Hörpu, sýnd fyrir fullu húsi, síðasta sýning á þessari fjölmennu og litríku sýningu. Hanna Dóra Sturludóttir, Garðar Thór Cortes og Þóra Einarsdóttir stóðu sig öll með prýði í stórum hlutverkum sínum. Ég hefði viljað hafa meiri suðræna spennu í uppsetningunni og átta mig ekki á hvers vegna hún tók mið af fasistastímanum á Spáni – voru fasistar að berjast sérstaklega við sígarettusmyglara?