16.11.2013 20:14

Laugardagur 16. 11. 13

Vaknaði hress á Landspitalanum í morgun. Eftir frekari rannsóknir var ég útskrifaður um hádegisbil með lyfseðli um töflur sem mér væri hollt að taka. Eins og jafnan áður þegar ég hef notið þjónustu þess frábæra fólks sem starfar á spítalanum fer ég þaðan stoltur yfir að þjóðin eigi slíkt sjúkrahús og öruggur um að ég hafi verið í hinum bestu höndum.

Fyrstu fréttir herma að Halldór Halldórsson hafi hlotið fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Mér finnst það lofa góðu.