8.11.2013 22:10

Föstudagur 08. 11. 13

Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í maí 2014 fer fram laugardaginn 16. nóvember. Vegna prófkjörsins ræddi ég við Halldór Halldórsson og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í þætti mínum á ÍNN. Þau hafa bæði mikið til brunns að bera. Halldór hefur 12 ára reynslu sem bæjarstjóri á Ísafirði þar sem hann reyndist mannasættir og góður stjórnandi. Þorbjörg Helga hefur setið í borgarstjórn fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður frá 2002. Hún er vel að sér um skólamál og hefur mótaðar skoðanir um umbætur á þeim. Það sem hún segir um leyndarhyggjuna um árangur skóla í Reykjavík er sláandi dæmi um að þar vinna menn ekki markvisst að því að ná árangri.

Hér má sjá viðtalið við Halldór Halldórsson frá 23. október.

Hér má sjá viðtalið við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur frá 6. nóvember.