9.11.2013 23:55

Laugardagur 09. 11. 13

Í kvöld var óperan Tosca eftir Puccini sýnd um heim allan í beinni sendingu frá Metropolitan óperunni í New York. Hér á landi var sýninginn í Kringlubíói og var salur 1 næstum fullsetinn. Ég hef áður sagt frá þessum frábæru sýningum hér á síðunni. Útbreiðslan eykst jafnt og þétt um heim allan.