31.10.2013 22:45

Fimmtudagur 31. 10. 13

Á vefsíðunni visir.is segir í dag:

„Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra frá 2009 en lét af embætti við stjórnarskiptin í vor. Hann kannast ekki við að stjórnvöld hafi átt í neinu samstarfi við NSA [Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna]. „Ekki neitt. Ég veit engin dæmi þess að í utanríkisráðuneytinu hafi átt í neinu samstarfi við NSA. Og satt að segja var ég nú á þeim túnbleðli að ég var víðsfjarri því að hægt sé að segja að Ísland hafi verið upp í rassgarnarenda þessara stofnana Bandaríkjanna,“ segir Össur.

Össur telur engar líkur á að meint samstarf hafi getað átt sér stað án þess að utanríkisráðuneytið og innanríkisráðuneytið hefðu um það vitneskju.

„Ég tel að það hefði ekki verið hægt að eiga neitt slíkt samstarf á síðasta kjörtímabili án þess að ég eða þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, myndu af því vita.

Visir.is ber þetta mál undir Össur vegna þess að fréttir eru um náið samstarf milli leyniþjónustustofnana í ýmsum Evrópulöndum við NSA. Það er vert að hafa í huga í umræðum um stöðu Íslands að hér á landi starfar engin leyniþjónusta. Íslensk stjórnvöld eru einfaldlega ekki gjaldgeng á þessum vettvangi. Össur og Ögmundur vita þetta.

Hefur Gunnar Bragi Sveinsson ekki verið upplýstur um stöðu mála?