30.10.2013 23:55

Miðvikudagur 30. 10. 13

Lokadaginn í Washington var veðrið jafngott og aðra daga sem við höfum dvalist hér. Má líkja því við góðan sumarauka að hafa verið hér í nokkra daga.

Jón Gnarr sagðist ekki ætla að bjóða sig fram að nýju til borgarstjórnar. Þá verður flokkur hans ekki til lengur heldur fellur inn í Bjarta framtíð. Það er því allt gert af Jóni og félögum hans til að þeir verði ekki dæmdir af verkum sínum í komandi kosningum.

Samfylkingin býður hins vegar tvo flokka í komandi borgarstjórnarkosningum. Má segja að R-listasamstarfið hafi snúist í andhverfu sína. Tími glundroðakenningarinnar kemur að nýju.