28.10.2013 22:45

Mánudagur 28. 10. 13

Þáttur minn með Halldóri Halldórssyni, fyrrv. bæjarstjóra á Ísafirði, sem sýndur var á ÍNN miðvikudaginn 23. október er kominn á netið og má sjá hann hér.

Það hefur verið eins og besti sumardagur í Washington í dag. Þægilegt gönguveður. Við erum nærri George Washington-háskólanum og fór ég þangað í dag. Miklar framkvæmdir eru á svæðinu og greinilega unnið að því að stækka eða endurbæta skólann.