17.9.2013 22:40

Þriðjudagur 17. 09. 13

Nú er viðtal mitt við Einar K. Guðfinnsson, forseta alþingis, á ÍNN 11. september komið á netið og má sjá það hér.

Það er ekki eitt heldur allt sem vekur undrun þegar sagðar eru fréttir af gangi mála undir stjórn Jóns Gnarrs borgastjóra. Fréttir um mikinn launamun körlum í hag meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar stangast á við allt sem Samfylkingin hefur hreykt sér af við stjórn borgarinnar. Er varla unnt að draga aðra ályktun af þessum fréttum en að undir stjórn Jóns Gnarrs hafi hallað verulega á ógæfuhlið í jafnréttismálum og það hljóti að vera fyrir áhrif frá Besta flokki borgarstjóra í óþökk Samfylkingar – eða hvað?