8.9.2013 23:20

Sunnudagur 08. 09. 13

Leikritið Rautt í Borgarleikhúsinu eftir John Logan í fagmannlegri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur þar sem Jóhann Sigurðarson leikur listmálarann Mark Rothko (1903-1970) og Hilmar Guðjónsson aðstoðarmann hans Ken undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur lýsir innri baráttu listmálara í New York undir lok sjötta áratugarins og ást hans á eigin verkum. Allt fellur vel saman og gerir kvöldstundina eftirminnilega. Leikurinn var góður og sveiflur í verkinu markvissar. Þegar Rothko tekur syrpuna gegn samtímalistamönnum sínum eins og Andy Warhol var ég sammála honum, ég hef aldrei áttað mig á dálætinu á Warhol.