6.9.2013 22:55

Föstudagur 06. 09. 13

Það þarf mikinn styrk, andlegan og líkamlegan, til að jafna eftir að hafa verið undir 4:1 fram í síðari hálfkeik. Íslenska landsliðinu í knattspyrnu tókst þetta á Stade de Suisse leikvanginum í Bern í kvöld. Glæsilega gert!

Kvikmyndin Burn After Reading eftie Coen-bræður með Brad Pitt, Frances McDormand, George Clooney og John Malkovich í aðalhlutverkum var sýnd á DR 2 í kvöld. Hún var setningarmynd á Feneyja-kvikmyndahátíðinni árið 2008. Myndin ber skýr höfundareinkenni, gráglettinn húmor í ótrúlegri atburðarás.