2.9.2013 22:20

Mánudagur 02. 09. 13

Viðtal mitt á ÍNN við Ragnar Axelsson (Rax) ljósmyndara um nýja bók hans, Fjallamenn er komið á netið og má sjá hann hér.

Björn Valur Gíslason er furðulegt fyrirbæri í stjórnmálum og netheimum. Hann er varaformaður VG þótt hann hafi kolfallið í prófkjöri flokks síns Reykjavik. Hann segir meðal annars á vefsíðu sinnig mánudaginn 30. ágúst:

---

„ Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu Íslenskra útgerðarmanna. Morgunblaðinu er ritsýrt af fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Morgunblaðið er ekki hlutlaust blað. Morgunblaðið er flokksblað. Morgunblaðið er áróðursblað.
Margir skólar (jafnvel flestir?) hafa bannað eða takmarkað mjög dreifi- og kynningarrit utan að komandi aðila í skólum. Þetta á t.d. við um íþróttafélög, trúfélög, stjórnmálaflokka og hverskonar auglýsingar. Hvað margir skólar kenna Morgunblaðið? Í hvað mörgum skólum fá kennarar Morgunblaðið „skólum að kostnaðarlausu“ í hendur sem námsgagn? Hvernig er námsmati háttað við kennslu í Morgunblaðinu?“

---

Heiftin sem birtist í þessum texta er til marks um dæmigerða sósíalíska ritskoðunaráráttu sem ástæða er til að mótmæla. Hver má eiga blað sem lesið er í grunnskólum?  Hvernig á að kenna börnum lífsleikni sem mælt er fyrir um í námskrá ef ekki má leyfa þeim að lesa dagblöð? Björn Valur nefnir ekki neitt efni í Morgunblaðinu sem skaðar lesendur heldur eigendur og ritstjóra sem hann treystir ekki til vinna

starf sitt án þess að valda börnum skaða.

Hvernig ætli sé háttað aðgangi nemenda að netheimum? Vill Björn Valur banna þeim aðgang að vefsíðu sinni?