Laugardagur 31. 08. 13
Það er mun minna af berjum við Rauðaskriður í ár en 2012 og 2011. Nokkrir voru þó að tína þar í dag.
Barack Obama segist vilja beita hervaldi gegn Assad Sýrlandsforseta vegna efnavopna-árásarinnar. Það kemur ekki á óvart, efnavopn eru gjöreyðingarvopn. Obama vill hins vegar að Bandaríkjaþing gefi sér grænt ljós. Honum er ekki skylt að leita samþykkis þingsins.