26.8.2013 23:30

Mánudagur 26. 08. 13

Ken Cohen hélt frá Kvoslæk í morgun og ætlaði að aka um Gullfoss, Geysi og Þingvelli til Reykjavíkur. Hann var í góðum höndum.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á sínum tíma að hann mundi ekki beita bandarískra hernum í Sýrlandi nema þar sannaðist að efnavopnum hefði verið beitt. Það hefur nú verið gert? Hvað gerir Obama?

Rússar og Kínverjar beita neitunarvaldi í öryggisráðinu til stuðnings eiturvopnabeitingunni. Hvað væri sagt ef Bandaríkjamenn, Bretar eða Frakkar svo að ekki sé minnst á Ísralea stæðu með illvirkjanum sem situr á forsetastóli í Sýrlandi?