24.8.2013 23:30

Laugardagur 24. 08. 13

Ken Cohen hélt fyrri hluta námskeiðs í qi gong að Kvoslæk. Hann er einstakur kennari og hafsjór af fróðleik um sögu qi gong og kínverskra meistara í æfingunum. Hann hefur ekki aðeins stuðlað að fræðslu um qi gong á Vesturlöndum heldur einnig haft mikil áhrif í Kína.