Fimmtudagur 08. 08. 13
Tal allra sem hefja afskipti af íslenskum skólamálum með þau orð á vörunum að það megi spara stórfé með því að stytta framhaldsskólann um eitt ár og verkefnið sé einfaldlega að hrinda slíkum áformum strax í framkvæmd til að spara stórfé er til marks um þekkingarleysi á íslensku skólakerfi. Nú hefur sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fallið á þessu einfalda prófi.
Íslenska skólakerfið er sveigjanlegt og nemendavænt, nemendur geta valið skóla, námsbrautir og hraða. Auðvitað er unnt að spara í skólakerfi þar sem útgjöldin hafa orðið hin hæstu innan OECD eins og hér á landi. Menn eru hins vegar að flótta undan viðfangsefninu með því að hefja talið um lögbundna styttingu framhaldsskólans. Skynsamlegt er að leggja það verkefni til hliðar og snúa sér að einhverju sem skilar meiri árangri.
Eðlilegt var eftir að ríkisfjötrar voru leystir af háskólastarfsemi að margir vildu reyna fyrir sér við rekstur háskóla. Hér verða háskólar ekki settir í ríkisfjötra að nýju um leið og sú staðreynd er viðurkennt og stefnan tekin á að losa fjötrana af Háskóla Íslands hefst samrunaþróun af einhverju tagi sem unnt verður að stýra með ráðstöfun á skattfé almennings.