4.8.2013 23:55

Sunnudagur 04. 08. 13

Frétt í ríkisútvarpinu um stöðuna í þýskum stjórnmálum kom á óvart eins og ég skrifaði um á Evrópuvaktina. Fréttastofan lætur eins og Angela Merkel sé á undanhaldi þegar kannanir sýna mestu vinsældir þýskrar ríkisstjórnar síðan 1997 og í fyrsta sinn síðan 2009 benda kannanir til að stjórnarflokkarnir fái meirihluta atkvæða í kosningunum 22. september nk. Sjá hér.