1.8.2013 23:55

Fimmtudagur 01. 08. 13

Fréttastofa ríkisútvarpsins notar ekki orðið „drón“ um ómönnuð eða fjarstýrð flugför sem verða sífellt oftar í fréttum. Þessi tæki eru sérstök og gjörbreyta aðferðum við valdbeitingu og auka líkur á að menn séu teknir af lífi án dóms og laga, skotið sé á þá fyrirvara- eða viðvörunarlaust. Þá stuðla þau einnig að auknu eftirliti með ferðum manna á allt annan hátt en þeir hafa áður kynnst. Orðið „drón“ er notað í fjölda tungumála um þessi tæki, það er framandi og hefur yfirbragð óhugnaðar sem næst alls ekki með því að tala um „ómannaða flugvél“, þau orð minna helst á leikföng.