18.7.2013 22:41

Fimmtudagur 18. 07. 13

Þátturinn á ÍNN þar sem ég ræði við Vilhjálm Bjarnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, er kominn á netið og má sjá hann hér.

Einkennileg deila er sprottin upp þar sem starfsmenn fréttastofu ríkisútvarpsins og Páll Vilhjálmsson blaðamaður deila um hvernig eigi að íslenska orðið accession þegar rætt er um viðræðurnar um umsókn Íslendinga um aðild að ESB.

Ástæðulaust er að deila um að orðrétt þýðing á þessu orði er aðild. Það segir hins vegar ekkert um að ekki sé rétt að tala um aðlögunarviðræður á íslensku. Það er í góðu samræmi við að nota gegnsæ orð til að lýsa því sem um er að ræða. Meðal ráðamanna ESB í Brussel tíðkast ekki að finna orð sem lýsa því sem að baki býr.

Hvað halda menn að orðin European Semester þýði á ESB-Brusselmáli? Orðrétt mundi fréttastofa ríkisútvarpsins tala um evrópska önn og hlustendur héldu að framkvæmdastjórn ESB sinnti saklausu fræðslustarfi. Orðin ná hins vegar til þess að fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar fara í saumana á fjárlagatillögum aðildarríkjanna, gefa þeim einkunn og leggja til breytingar, um er að ræða framsal á fjárlaga-fullveldi