28.6.2013 22:00

Föstudagur 28. 06. 13

Flugum heim með WOW í dag frá París, um 30 mínútna seinkun. Hin frjálslega framkoma flugþjóna í WOW-vélunum ber með sér að texti sé ekki lesinn af blöðum. Fyrir nokkrum áratugum var gert átak til að útrýma ensku-slettum úr flugmáli. Það tókst prýðilega. Flugþjónar WOW sem ávarpa „gesti“ í vélinni á íslensku ættu að forðast málvillur.