20.6.2013 21:00

Fimmtudagur 20. 06. 13

Í dag skrifaði ég tvær greinar á Evrópuvaktina og lýsti áhyggjum vegna losarabrags á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart ESB, annars vegar leiðara sem má lesa hér og hins vegar pistil á stjórnmálavaktina sem má lesa hér. Ríkisstjórnin verður að taka betur af skarið í málinu til að draga úr óvissu inn á við og út á við.

Parísarveðrið var gott í dag eftir mikla rigningu í morgun. Götulífið skemmtilegt og kaffihúsin þéttsetin.

Ég setti mynd úr Bastillu-óperunni inn á fésbókarsíðu mína eins og sjá má hér.