29.5.2013 23:55

Miðvikudagur 29. 05. 13

Í dag ræddi ég við erlendan fræðimann sem er að safna upplýsingum um þróun öryggismála á norðurslóðum og er hér á landi til að kynna sér borgaralega starfsemi okkar Íslendinga á þessu sviði.

Hann tók undir þá skoðun að annars vegar væri þjóðum kappsmál að halda öryggisgæslu með siglingum og auðlindanýtingu á borgaralegu stigi en hins vegar væri þróun í þá átt hjá þjóðum sem ráða yfir herafla að beina honum meira inn á norðurslóðir en áður.

Það er þverstæða í þessari þróun en hún er staðreynd engu að síður.