22.5.2013 22:30

Miðvikudagur 22. 05. 13

Áður en haldið var áfram til Oslóar síðdegis skoðuðum við Bergen og áttum mikilvægan fund með vinum Snorrastofu auk þess að fylgjast með þegar listahátíðin í Bergen var sett þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir var meðal ræðumanna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna í Noregi.