11.5.2013 18:40

Laugardagur 11. 05. 13.

Ég skrifaði pistil hér á síðuna í dag um úrslit kosninganna og stjórnarmyndun auk þess sem ég minntist á deilur vegna ítölu í Almenninga, afrétt í nágrenni Þórsmerkur. Hér má lesa pistilinn.

Skógrækt ríkisins fékk á sínum tíma afnot af Þórsmörk með því skilyrði að húnn girti og verndaði gróður. Nú fær hún heimild til að kæra ítölu af því að henni mundi fylgja nauðsyn þess að girða. Er ekki eitthvað öfugsnúið við þetta?

Í gær skrifaði ég um fyrirhugaða lokun Evrópustofu á Evrópuvaktina eins og lesa má hér.

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, bregst hinn versti við fyrir hönd Evrópustofu og fimbulfambar um að bannað verði að sýna frá Evróvisjón í ríkissjónvarpinu. Ég fjallaði um þessi furðuskrif prófessorsins á Evrópuvaktinni eins og lesa má hér.