9.5.2013 23:55

Fimmtudagur 09. 05. 13

Umræður um hvort kalla megi flugstöð Leifs Eiríkssonar Leifsstöð eða skylt sé að kalla hana FLE eins og helst má skilja á fréttatilkynningu Ísavia er sérkennileg svo að ekki sé meira sagt. Orðið Leifsstöð um flugstöðina verður ekki afmáð á þennan hátt það „er komið til að vera“ eins og sagt er á máli sem særir málkennd mína meira en að tala um Leifsstöð þótt Ísavia vilji annað. Hvernig dettur nokkrum í hug að skammstöfunin FLE komi í stað fyrir Leifsstöð? Það býr eitthvað annað að baki hvatningu í þessa veru en heilbrigð skynsemi.

Var ekki á sínum tíma deila um nafnið Ísavia? Sé rétt munað taldi lögaðili gengið á rétt sinn með upptöku þess nafns á hinu opinbera félagi á sviði flugrekstrar. Hvernig skyldi deilunni hafa lokið?