4.4.2013 21:40

Fimmtudagur 04. 04. 13

Furðulegt að fréttastofa ríkisútvarpsins skuli láta eins og The Guardian sé eini fjölmiðllinn sem hafi aðgang að 2,5 milljón skjölum með upplýsingum úr skattaskjólum. Skjölin voru afhent Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna í Washington á síðasta ári og þau eru í höndum fjölmiðla í 46 löndum. Hvað eftir annað er hins vegar látið í ríkisútvarpinu eins og aðeins The Guardian hafi aðgang að skjölunum.

Í þýska blaðinu Süddeutsche Zeitung er til dæmis sagt frá að Gunther heitinn Sachs, þýskur iðnjöfur, komi við sögu. Blaðið er meðal þeirra sem hafa haft aðgang að skjölunum í nokkra mánuði.

Hér er um alþjóðlegt mál að ræða og ættu íslenskir fjölmiðlar að kanna hvort þeir fái ekki aðgang að skjölum hjá Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna til að þeir geti kannað hvort Íslendingar komi við sögu málsins.