30.3.2013 17:50

Laugardagur 30. 03. 13

Guggenheim-safnið í Bilbao brást ekki væntingum mínum þegar ég skoðaði það í fyrsta sinn í dag. Utan sem innan er safnhúsið einstakt. Þá er verkið The Matter of Time (1994 til 2005) eftir Richard Serra sem er hluti af safninu og gert fyrir stærsta sal þess hið magnaðasta sem ég hef séð. Unnt er að upplifa það á sérkennilegan hátt með að ganga í gegnum einstaka hluta þess.

Um þessar mundir er heitir hin tímabundna sýning safnsins L‘Art en Guerre, France 1938 – 1947. Frá Picasso til Dubuffet. Eins og nafnið segir snýst sýningin um listsköpun í Frakklandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og er bæði fróðleg og átakanleg.