29.3.2013 22:30

Föstudagur 29. 03. 13

Í fyrsta sinn færi ég á síðuna með iPad. Tölvan tengist ekki netinu.
Fórum frá Bilbao með rútu til San Sebastian sem er niður við hafið í 
Baskalandi. Gátum setið úti í hádegismat en skömmu síðar tók að rigna.

Magnús heitinn Guðmundsson blómasali, vinur minn og sundfélagi, dvaldist um tíma í San Sebastian eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann sagðist hafa kynnst heimsmanninum Þórði Albertssyni sem stundaði saltfisksölu á Spáni. Ók Magnús Þórði í opnum bíl um götur bæjarins og var þeim fagnað því að margir töldu sig í þakkarskuld við Þórð fyrir að hafa séð  þeim fyrir saltfiski.

Frásögn Magnúsar leitaði á huga minn þegar ég fór um götur San Sebastian.