25.3.2013 21:40

Mánudagur 25. 03. 13

Nú er vorhefti Þjóðmála, 1. hefti 9.árgangs, komið út og má nálgast það í vefbókaverslun Andríkis, hér. 

Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur hefur verið ritstjóri Þjóðmála frá upphafi og haldið tímaritinu úti af miklum dugnaði. Hefur Þjóðmálum aldrei orðið misdægurt eða fallið úr tölublað.

Í evru-ráðherrahópnum hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að almenningur eigi ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Um það má lesa hér.

Viðbrögð manna á markaðnum einkenndust af ótta og verð lækkaði eins og lesa má hér.