5.2.2013
23:55
Þriðjudagur 05. 02. 13
Síðan mín lá niðri í dag og fram á miðvikudaginn 6. febrúar. Blaðamaður vakti athygli mína á því. Ég gat ekki svarað honum hvort um tölvuárás hefði verið að ræða. Hugsmiðjan vistar síðuna, þar telja menn nauðsynlegt að uppfæra hana í nýtt kerfi.
Ég sat frá morgni til kvölds á 58. þingi Atlantic Treaty Association (ATA) sem að þessu sinni er haldið í Róm, nánar tiltekið í NATO´s Defence College í útjarðri borgarinnar eilífu.