4.2.2013 18:20

Mánudagur 04. 02. 13

Það var gaman að fara um Rómaborg í gær og skoða kunnuglega staði. Jólatréð stendur enn skreytt á Péturstorginu. Mikill mannfjöldi var í Péturskirkjunni eins og jafnan áður.

Veðrið var sólbjart og einnig í dag en þá sat ég frá morgni til kvölds á fundi í sal ítalska þingsins þar sem fram fór fundur ATA-samtakanna þar sem Varðberg er meðal aðildarfélaga. Rætt var um málefni samtakanna og fulltrúar nokkurra aðildarfélaga gerðu grein fyrir því sem efst er á baugi hjá þeim.