19.1.2013 22:41

Laugardagur 19. 01. 13

Við fengum góðan gest í Fljótshlíðina í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og nú frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, leit inn hjá okkur ásamt nokkrum nágrönnum okkar. Var fróðlegt að heyra sjónarmið hennar og áherslur.

Ég hélt að ÍNN-þáttur minn með Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni Alþýðuflokksins, um stjórnarskrármálið yrði sýndur sl. sunnudag. Það gerðist ekki en þátturinn verður sýndur á morgun, sunnudag 20. janúar kl. 17.00. Þetta er þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnarskrármálinu.

Þetta er fyrsti þátturinn af fjórum sem ég geri sérstaklega um stjórnarskrármálið tíl sýninga á ÍNN. Hinir verða sýndir á sunnudögum kl. 17.00 í febrúar og mars.