13.1.2013 22:41

Sunnudagur 13. 01. 13.

Ekki kemur á óvart að margir hafi reiðst í Bretlandi og annars staðar við að horfa á síðasta þáttinn í þriðju röð Downton Abbey sem lýkur með því að Matthew Crawley ferst í bílslysi. Þátturinn var sýndur hér í kvöld en um jólin í Bretlandi og endirinn hefur spurst út og kemur því ekki eins á óvart hér og hann gerði þegar hann var frumsýndur.

The Daily Telegraph birti langt viðtal við Dan Stevens þar sem hann skýrði þá ákvörðun sína að biðja um að verða skrifaður út úr þáttaröðinni. Hann vildi ekki festast í ímyndinni sem Matthew heldur fá tækifæri til að hasla sér völl í nýju hlutverki. Hann leikur nú á Broadway í New York.

Í skrifaði ég pistil hér á síðuna um ESB-umræðurnar í Bretlandi og bar það samana við umræðurnar hér á landi.