7.1.2013 15:00

Mánudagur 07. 01. 13.

Fyrsti þátttur minn á ÍNN á þessu ári er kominn á netið, viðtal við Bjarna Harðarson, bóksala á Selfossi, sem sjá má hér. Bjarni lýsir hinni dæmalausu stöðu meðal vinstri-grænna þar sem flokkseigendur leyfa Steingrími J. að fórna flokknum fyrir ráðherravöldin. Hvernig ætlar flokkurinn að boða aðra stefnu fyrir kosningar en ESB-aðildarstefnuna?

Nú hefur Steingrímur J. mótað sömu stefnu í olíuleitarmálum og ESB-málum. Hann er i flokki sem er á móti ólíuvinnslu en stendur að því að veita leyfi til olíuleitar af því að borað verði síðar. Ætlar hann að vera á móti borun?