Sunnudagur 09. 12. 12.
Birt hefur verið umsögn um Lohengrin í La Scala, frumsýninguna á föstudaginn. Tómas Tómasson má vel við dóminn una, hann má lesa hér.
Fjórir 30 mínútna bókaþættir verða á dagskrá ÍNN fram að jólum þar sem ég ræði við þrjá höfunda um bækur þeirra og lesanda hinnar fjórðu.
Fyrsti þátturinn verður að kvöldi mánudags 10. desember klukkan 20.30. Þar ræði ég við Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðing um bók hans Upp með fánann! um uppkastið 1908. Þátturinn verður endurtekinn á tveggja tíma fresti til 18.30.
Fimmtudag 13. desember kl 21.30 ræði ég við Steinunni Kristjánsdóttur um bók hennar Sagan af klaustrinu á Skriðu mánudag 17. desember kl. 20.30 ræði ég við Sigurjón Magnússon um skáldsögu hans Endimörk heimsins og föstudag 21. desember kl 21.00 ræði ég við Helgu Birgisdóttur um Nonna sögu Paters Jóns Sveinssonar eftir Gunnar F. Guðmundsson.
Bækurnar hafa allar verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.