28.11.2012 15:40

Miðvikudagur 28. 11. 12

Flugum með Icelandair frá Keflavík til Stokkhólms, vél stundvísasta flugfélags í Evrópu komst ekki af stað á mínútunni af því að dráttarbíll startaði ekki og því tafðist að draga hana frá rananum á Leifsstöð.

Við lentum þó á áætlun á Arlanda-flugvelli. Ég hef ekki áður farið með Arlanda Express á 20 mínútum frá flugvellinum inn í hjarta borgarinnar. Mikil og góð breyting á tenginu flugvallar og miðborgar.

Það rignir í Stokkhólmi og er heldur drungalegt yfir öllu þótt jólaljósin séu tekin að lýsa upp skammdegið.