7.11.2012 19:52

Miðvikudagur 07. 11. 12

Í dag ræði ég við Ingibjörgu Jónsdóttur, dósent í landafræði við Háskóla Íslands, í þætti mínum á ÍNN um ferð hennar með kínverska ísbrjótnum Snædrekanum norðurleiðina frá Íslandi til Shangai í Kína 20. ágúst til 27. september í ár. Þátturinn er sýndur klukkan 20.00, 22.00 og síðan á tveggja tíma fresti til kl. 18.00 á morgun. Þetta var einstæð ferð og forvitnilegt að heyra sögu hennar.