31.10.2012 23:50

Miðvikudagur 31. 10. 12

Fréttin um að ríkisstjórn Davids Camerons hafi tapað atkvæðagreiðslu um fjárlög ESB í breska þinginu í dag vegna uppreisnar innan þingflokks íhaldsmanna sýnir að ESB-málefni valda enn og aftur að stórpólitískum vandræðum í Bretlandi. Angela Merkel reyndi að koma Cameron til hjálpar á dögunum með yfirlýsingum um hve aðild Breta að ESB skipti. Hjálpin bar ekki þann árangur sem að var stefnt.

Atkvæðagreiðslan er ekki aðeins til marks um að ESB nýtur vaxandi óvinsælda í Bretlandi. Hún kann einnig að vera til marks um að Cameron sé að missa stjórn á Íhaldsflokknum. Hann kemst ekki upp með það sem æ fleiri flokksmenn kalla tvöfeldni í afstöðunni til ESB.

Hér á landi ættu forystumenn í stjórnmálaflokkum að fylgjast náið með þróuninni í Bretlandi. Þeir geta lært af henni að tvískinnungur í málefnum sem snerta þjóðarhagsmuni kemur mönnum ávallt í koll.

Utanríkismálanefnd alþingis situr nú og ræðir afstöðuna til orðalags á kröfu um bann með viðskipti með lifandi dýr sem er lifandi viðfangsefni í ESB-aðildarviðræðunum vegna ákvæða í ESB-regluverkinu sem alþingi verður að gleypa með húð og hári að kröfu Brusselmanna. Utanríkisráðuneyti Íslands vill ekki að krafist sé varanlegrar undanþágu frá þessum viðskiptum af því að það þrengi svigrúm viðræðunefndarinnar. Að þingmenn skuli sitja dögum saman og þrefa um hvort fara eigi að þessari kröfu utanríkisráðuneytisins sýnir tvískinnung eins og þann sem meirihluti breska þingsins vildi forðast í viðræðum innan ESB um fjárlög sambandsins árin 2014 til 2020,