Fimmtudagur 25. 10. 12
Í dag skrifaði ég pistil hér á síðuna um hættuna af hrægammasjóðunum sem sækja á þrotabú bankanna. Leyndin í kringum þetta mál er óþolandi. Í stað þess að bankaleynd minnkaði eftir hrunið hefur hún aukist. Stjórnvöld eru nú á kafi í samskiptum við leynilega eigendur bankanna. Þegar eitthvað fréttist vegna flutnings frumvarpa á alþingi blasir við að stjórnarþingmenn eru í vasanum á erlendum kröfuhöfum.