Föstudagur 19. 10. 12
Hið einkennilega við málstað þeirra sem hvetja fólk til að greiða atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs í skoðanakönnuninni á morgun er að þeir líta á tillöguna sem leið til að ná sér niðri á hluta þjóðarinnar, pólitískum óvinum sínum. Þetta er veikasti þátturinn í málflutningi talsmanna stjórnlagaráðstillagnanna af því að hann sannar að tillögurnar verða aldrei að veruleika, jafnvel þótt meirihluti manna lýsi stuðningi við þær í skoðanakönnuninni.
Í lýðræðisríki hefur aldrei gerst að sett sé stjórnaraskrá til höfuðs hluta þess fólks sem á að búa við hana. Alls staðar þar sem stjórnmálaréttindi eru í heiðri höfð leitast menn við að ná víðtækri samstöðu efni grunnreglna samfélags síns.
Einfaldasta leiðin til að stöðva þetta feigðarflan í nafni stjórnarskrárinnar er að segja nei við fyrstu spurningunni í skoðanakönnuninni á morgun.