15.10.2012 23:55

Mánudagur 15. 10. 12

Í dag gafst tími til fara um miðborg Boston og sigla um höfnina. Þegar farið er um Boston blasa alls staðar við sögufrægir staðir úr byltingunni sem leiddi til þess að Bandaríkin voru stofnuð. Hér var til dæmis hið upphaflega Tea Party og fræðast má um sögu þess.

Hér geta menn farið um götur og falla í stafi við að sjá rúmlega 200 ára gamlar byggingar. Evrópumönnum finnst þetta ekki mjög merkilegt miðað við enn eldri glæsihallir sínar og kirkjur. Sagan sem gerðist í Boston og á austurströnd Bandaríkjanna markaði hins vegar meiri þáttaskil í mannkynssögunni en flest af því sem gerst hefur í Evrópu.