10.9.2012 22:00

Mánudagur 10. 09. 12

Varðberg, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir hádegisfyrirlestri í dag þar sem dr. Niels Erik Rosenfeldt, prófessor emerítus í sagnfræði í Kaupmannahafnarháskóla, flutti fyrirlestur um leynistarfsemi kommúnista. Nýlega kom út tveggja binda verk, The ‘Special' World: Stalin's Power Apparatus and the Soviet System's Secret Structures of Communication, eftir Rosenfeldt um leynideild þá, sem Stalín rak innan hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar. Fyrirlesturinn var vel sóttur og svaraði Rosenfeldt fyrirspurnum að honum loknum.

Kóreski hagfræðinginn Ha-Joon Chang hefur látið ljós sitt skína hér á landi undanfarið vegna útgáfu bókar sinnar: 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Hann telur meðal annars að með afnámi þrælahalds hafi verið vegið að frjálsum markaði.

Þegar sagt er frá sumum fræðimönnum dettur mér í hug kvikmyndin Elmer Gantry frá1960. Þar lék Burt Lancaster  „con man“ sem boðaði trú í litlum bæ í Ameríku. Myndin er reist á sögu sem Sinclair Lewis skrifaði 1927. Lancaster fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni.

Í dag setti ég hér inn á síðuna fimm greinar sem ég hef ritað um Schengenaðildina á Evrópuvaktina undafarið. Efnið fyllti litla bók yrði það gefið út á þann veg. Fæstir þeirra sem gagnrýna Schengensamstarfið líta yfir sviðið allt. Hér má nálgast greinarnar:

 

http://www.evropuvaktin.is/pistlar/25154/

http://www.evropuvaktin.is/pistlar/25175/

http://www.evropuvaktin.is/pistlar/25193/

http://www.evropuvaktin.is/pistlar/25205/

http://www.evropuvaktin.is/pistlar/25237/