29.8.2012 23:00

Miðvikudagur 29. 08. 12

Í dag ræddi ég við Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, um í þætti mínum á ÍNN um svonefnt þing-verkefni, það er samvinnu forráðamanna fornra þingstaða við Norður-Atlantshaf þar sem segja má að Þingvellir séu þungamiðja vegna sögu sinnar. Þáttinn má næst sjá á miðnætti og síðan á tveggja tíma fresti til og með klukkan 18.00 á morgun.

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög við skipun sýslumanns á Húasvík. Ögmundur hafnar niðurstöðunni og telur hana ranga.

Ögmundur má fagna að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ekki aðeins sætt sömu örlögum hjá kærunefndinni heldur hefur héraðsdómari einnig talið hana brjóta jafnréttislögin við ráðningu manns í ráðuneytið hjá sér.

Sæti Jóhanna ekki upp með þetta jafnréttislagabrot hefði hún krafist afsagnar Ögmundar til að vera samkvæmt sjálfri sér.