6.8.2012 22:05

Mánudagur 06. 08. 12

Ég er undrandi á því að ekki skuli skýrt frá því í prentaðri dagskrá sjónvarpsins hverjir lýsa beinni útsendingu frá frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í London. Mér finnst þeir standa sig með miklum ágætum; ekki síst meðleikari fréttamannsins. Hann hefur slegið Ólympíumet að mínum dómi. Ég fór inn á ruv.is og reyndi að finna nöfn þeirra félaga en án árangurs. Þeir eru ekki aðeins fróðir heldur miðlar sérfræðingurinn fróðleik sínum á skýran hátt og á góðu máli. Þá er kostur að þeir skiptast hvorki á fimm-aura-bröndurum né flissa; svo að ég tali nú ekki um blótsyrði eins og heyra mátti ítrekað hjá álitsgjafa um handboltaleikinn við Breta í dag.