27.7.2012 23:55

Föstudagur 27. 07. 12

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í London var glæsileg og einkenndist af því að efla þjóðarstolt Breta með því að sýna framlag þeirra til mannkynssögunnar og heimsmenningarinnar. Churchill var komið að með því að láta styttu af honum við þinghúsið í London veifa til Elísabetar II. drottningar sem átti að sitja í þyrlu á leið til setningarathafnarinnar með Daniel Craig sem nú leikur James Bond. Sjálfboðaliðar sem dönsuðu á leikvellinum mótuðu athöfnina sem var skreytt með stórum nöfnum úr breskri samtímasögu. Paul McCartney (70 ára) lauk hátíðinni með því að sameina alla í að syngja lag sitt Hey Jude.