12.7.2012 23:50

Fimmtudagur 12. 07. 12

Í dag birti ég síðasta pistil af fjórum sem ég hef skrifað á Evrópuvaktina í þessari viku um makríldeiluna. Ég set þá inn á síðuna hér fyrir helgi. Að nokkrum manni skuli detta í hug að þessi deila komi ekki við sögu í ESB-aðildarviðræðum okkar Íslendinga sýnir best í hvaða tómarúm mönnum dettur í hug að setja viðræðurnar. Allir þættir utanríkissamskipta Íslands koma við sögu í ESB-viðræðunum. Vegna makríls munu ESB-ríki beita neitunarvaldi gegn Íslandi.

Fór í kvöld í Skálholt og hlustaði á Bach-sveitina á skemmtilegum tónleikum. Þeir verða endurteknir á laugardag fyrir þá sem áhuga hafa.