29.6.2012 22:30

Föstudagur 29. 06. 12

Eftir mikla þurrka í Fljótshlíðinni varð skýfall nokkrum sinnum í dag. Græni liturinn skerpist á grasinu. Það var jafnvel farið að gulna sumstaðar. Ég náði að slá blettinn í morgun áður en tók að rigna. Bílar með hús- eða tjaldvagna hafa streymt inn hlíðina eins og jafnan um helgar. Það kemur ekki á óvart að margir greiði atkvæði um forseta utan kjörfundar.