19.6.2012 21:00

Þriðjudagur 19. 06. 12

Í morgun var haldið fljúgandi með skrúfuþotu Dólómíta-flugfélagsins í umboði Lufthansa yfir Alpana frá Flórens til München, glæsilegrar höfuðborgar hins auðuga Bæjaralands. Franz-Joseph Strauss flugvöllurinn í München er meðal hinna bestu í heimi en nú eru hér hatrammar deilur um hvort leggja eigi þriðju flugbrautina. Það vekur athygli á götum borgarinnar hve margar konur klæðast búrkum og eru svartar frá toppi til táar svo að aðeins sést í augun.