9.6.2012 17:00

Laugardagur 09. 06. 12

Nýjasti þáttur minn á ÍNN er kominn á netið, þar ræði ég  við Kolbrúnu Friðriksdóttur, aðjúnkt í íslensku sem öðru tungumáli við Háskóla Íslands. Þáttinn má sjá hér.

Ég vek athygli á grein á Evrópuvaktinni eftir hinn kunna breska blaðamann Charles Moore um vandræðin á evru-svæðinu og leiðina úr honum. Greinina má lesa hér.

Spánverjar sem mynda fjórða stærsta hagkerfi evru-svæðisins bættust í dag í hóp þeirra þjóða sem þurfa á fjárhagslegri aðstoð annarra að halda til að bjarga bankakerfi sínu. Evru-vandinn snýst ekki lengur aðeins um jaðarlönd. Augljóst er að myntsamstarfið syngur sitt síðasta í núverandi mynd. Hver hengir bjölluna á köttinn?