17.5.2012 10:35

Fimmtudagur 17. 05. 12

Konrad Adenauer Stiftung, hugveita í tengslum við kristilega demókrata í Þýskalandi, hefur birt greinina Iceland - a reluctant EU candidate eftir mig á vefsíðu sinni, hún birtist fyrir lok mánaðarins í prentaðri útgáfu tímaritsins. Hér má lesa greinina.

Undir lok október var Fjalladrottningin, ær í minni eigu, felld í seinni leitum. Ég fór þess á leit við sýslumann að gerð yrði lögregluskýrsla um málið. Rannsókn þess er lokið og mér hefur borist bréf frá embætti sýslumanns þar sem fram kemur að niðurstaðan sé sú að dýraverndunarsjónarmið hafi ráðið ákvörðun leitarmanna. Þá er mér bent á að ég geti kært þessa niðurstöðu til ríkissaksóknara. Ég sætti mig við niðurstöðuna og hefst ekki frekar að í málinu. Fyrir mér vakti að allar staðreyndir þess lægju skýrt fyrir svo að ekki kæmi til eftirmála að ósekju.

Fjalladrottningunni fylgdu tvö síðborin lömb þegar hún var felld. Annað, svarta, kollótta gimbur setti Viðar á Hlíðarbóli á vetur og hefur hún dafnað vel og er nú í haga undir Þríhyrningi.